The Formula Student team of the University of Iceland.
Haustið hefur verið viðburðaríkt hjá Team Spark, nýliðun hefur gengið mjög vel og í tilefni að því fórum við í pílu á Skor til þess að skemmta okkur og kynnast hvort öðru.
Í lok september var vísindavaka Rannís haldin í Laugardalshöll. Þangað fóru fulltrúar frá liðinu með bílinn okkar Fenri TS24 til að sýna gestum hann og svara spurningum frá forvitnum krökkum. Vísindavakan var fyrst haldin árið 2006 og er nú stærsti vísindamiðlunar viðburður Íslands og því heiður að fá að taka þátt ásamt fremsta vísindafólki landsins.
Árlegi hönnunarbústaðurinn okkar var haldinn dagana 11 - 13 október. Þar fengu hópar liðsins tækifæri til þess að sökkva sér í verkefnin sín og afrekaðist mikið þessa helgi. Ásamt því nutum við þess að vera öll saman og fórum í ýmsa hópeflisleiki til að þjappa hópnum saman. Framundan er fullt af spennandi verkefnum og við höldum áfram að leyfa ykkur að fylgjast með.
Við í Team Spark erum komin heim af keppni, þar sem við tókum þátt í Formula Student Alpe Adria (FSAA), sem haldin var í Króatíu dagana 20. til 25. ágúst 2024.
Í ár kepptu 51 lið frá 15 löndum og hvert lið mætti með sinn kappakstursbíl. Fyrir hönd Team Spark fóru 15 liðsmenn til að keppa og var þetta fyrsta skipti liðsins að keppa í FSAA keppninni. Keppnin byrjaði á skemmtilegri athöfn og næsta dag var bíllinn settur í sk. mechanical scrutineering þar sem að öryggi bílsins er kannað í samræmi við reglur keppninnar. Bíllinn okkar, Fenrir TS24 komst ekki í gegnum þessa skoðun og því máttum við ekki keppa í aksturgreinum keppninnar. Við lærðum mikið af þessari keppni og hlökkum til að keppa aftur á næsta ári með betrumbættan bíl.
Fljótlega eftir heimkomu hófst nýliðun, sem hefur gengið mjög vel og nú eru 50 liðsmenn í Team Spark. Við erum spennt fyrir framhaldinu og hlökkum til að leyfa ykkur að fylgjast með!
On the 26th of January, there were held exams to be able to register in Formula Student competitions all over Europe and this year there are held 15 competitions this summer. The team got together and tackled these exams for 12 hours over 2 days, but they have been preparing with weekly practice exams and preparations over the last 5 months. The exams include questions from various engineering principles and rules of the competition. The team did well and got into competitions in Switzerland, Spain, Croatia, Romania, Greece and Portugal.
It was a tough decision but in the end, the team decided on going to Croatia and will the competition be held in August of 2024. It will be held at the Bugatti Rímac test track in Velika Gorica, it's the biggest city in the Zegrab province, which is in the North of Croatia. It's the first time that Team Spark competes in Croatia, but the FS Alpe Adria didn't officially become a competition until 2022. The team will continue to work hard, but excitement is high for the upcoming summer.
Þann 26. janúar voru haldin reglupróf til að komast inn á Formula Student (e. FS) keppnir víðs vegar um Evrópu en þar munu 15 keppnir fara fram í sumar.
Liðið kom þar saman og þreyttu próf samfellt í 12 tíma en strangar æfingar og undirbúningur fyrir prófin hefur verið í gangi síðustu 5 mánuði.
Prófin samanstanda af fjölbreyttum spurningum úr hinum ýmsu raungreinum sem og keppnisreglum. Gengu prófin vonum framar og enduðum við á að komast inn á FS keppnirnar í Sviss, Spáni, Króatíu, Rúmeníu, Grikklandi og Portúgal.
Liðið stóð því fyrir erfiðu vali en Króatía varð fyrir valinu og stefnum við þangað í Ágúst 2024. Keppnin er haldin á the Bugatti Rimac brautinni í Velika Gorica, er stærsta borgin í sýslunni Zegrab sem er í norðurhluta Króatíu. Er þetta í fyrsta skiptið sem Team Spark tekur þátt í Króatíu en FS Alpe Adria varð ekki formleg keppni fyrr en 2022. Nú heldur undirbúningsvinna bílsins áfram en liðið er svo sannarlega orðið spennt fyrir komandi sumri!
Team Spark tók þátt í UT messunni sem fór fram síðustu helgi í Hörpunni þar sem við fengum að sýna bílinn okkar gestum ráðstefnunnar. Á UT messunni komu saman öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins að sýna tækninýjungar sínar. Ótrúlega gaman að fá að vera partur af þessari ráðstefnu.
Nýtt skólaár er hafið í Háskóla Íslands og þýðir að nýtt ár er hafið í Team Spark.
Við í Team Spark erum að leita að nýju fólki til þess að vera með okkur í liðinu næsta árið.
Auðvitað eru öll velkomin í liðið og ekki er nauðsynlegt að vera í verkfræði til þess að taka þátt!
Kynningarfundir verða bæði í gegnum netið og í VR-II.
Zoom kynningarfundur: 9. og 10. september kl 17:00
Kynning í HÍ, VR-II stofa 152: 9. og 10. september kl 20:00