Team Spark á leið til Króatíu eftir árangursríkan regluprófsdag

Þann 26. janúar voru haldin reglupróf til að komast inn á Formula Student (e. FS) keppnir víðs vegar um Evrópu en þar munu 15 keppnir fara fram í sumar. 

Liðið kom þar saman og þreyttu próf samfellt í 12 tíma en strangar æfingar og  undirbúningur fyrir prófin hefur verið í gangi síðustu 5 mánuði. 

Prófin samanstanda af fjölbreyttum spurningum úr hinum ýmsu raungreinum sem og keppnisreglum. Gengu prófin vonum framar og enduðum við á að komast inn á FS keppnirnar í Sviss, Spáni, Króatíu, Rúmeníu, Grikklandi og Portúgal.

Liðið stóð því fyrir erfiðu vali en Króatía varð fyrir valinu og stefnum við þangað í Ágúst 2024. Keppnin er haldin á the Bugatti Rimac brautinni í Velika Gorica, er stærsta borgin í sýslunni Zegrab sem er í norðurhluta Króatíu. Er þetta í fyrsta skiptið sem Team Spark tekur þátt í Króatíu en FS Alpe Adria varð ekki formleg keppni fyrr en 2022. Nú heldur undirbúningsvinna bílsins áfram en liðið er svo sannarlega orðið spennt fyrir komandi sumri!