Formula Student Iceland

The Formula Student team of the University of Iceland.

Kynningarfundur Team Spark

Ný önn er hafinn og það þýðir að Team Spark er að leita að nýjum og áhugasömum liðsfélögum. Kynningarfundir um Team Spark verða báðir haldnir í VR-II. 
Miðvikudaginn 11. september í stofu V-158 kl. 16:30
Fimmtudaginn 12. september í stofu V-261 kl. 16:30

Framleiðsla á góðu skriði

Team Spark er nú í óða önn að ljúka framleiðslu á TS19, nýjasta bíl liðsins. Framleiðslan hefur staðið yfir frá því í janúar á þessu ári og gengur vel, þrátt fyrir nokkra erfiðleika. Í dag er stefnan sett á að afhjúpa nýja bílinn þann 4. apríl á Háskólatorgi.

Stærsti liðurinn í ferlinu hefur verið að smíða einbolunginn, sem er heilsteyptur koltrefjaskrokkur og kemur í stað hefðbundinnar stálgrindar. Þannig má létta bílinn um þó nokkur kíló sem skipta miklu máli á keppnum. Liðið hefur nú lokið við mótasmíði og nú tekur við að leggja koltrefjar í mótin. Þegar því er lokið bökum við mótið með aðstoð frá Össuri, einum helsta styrktaraðila okkar.

Á sama tíma vinnur loftflæðihópur liðsins að því að smíða vængi bílsins sem einnig eru úr koltrefjum, sem og að fræsa út mót fyrir nef bílsins og hliðarsvæði. Hópurinn hefur nýtt sér aðstöðuna hjá FabLab Reykjavík til að fræsa mótin með góðum árangri.

Nýtt verkstæði

Team Spark er nú flutt úr gömlu aðstöðunni sinni í kjallara VR-III og í gámastæðu sem Háskóli Íslands hefur útvegað liðinu. Ljóst er að nýja aðstaðan mun reynast liðinu vel, enda að mörgu leiti óhentugt að smíða bíl í kjallara.

Keyrsla hjá AÍH

Síðstu helgi var Garún keyrð á akstursbraut AÍH í Hafnarfirði. Helgin nýttist vel til að gera ýmsar mælingar og einnig til að þjálfa ökumenn liðsins. Við vonumst til þess að þessar keyrslur verði að reglulegum viðburði hjá okkur.